Einstakar konfektsörur

Einstakar og ljúffengar konfektsörur úr smiðju Gulla Arnars.
Einstakar og ljúffengar konfektsörur úr smiðju Gulla Arnars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gunnlaugur Arnar Ingason bakari, eða Gulli Arnar eins og flestir þekkja hann, kom eins og ferskur blær inn á eftirrétta- og kökugerðarmarkaðinn en hann lærði í Kaupmannahöfn.

Í bakaríinu hans sem er staðsett í Hafnarfirði er haldið fast í þau gildi að framleiða hágæðavöru frá grunni.

Hér deilir Gulli Arnar með okkur uppskrift að ljúffengum konfektsörum. 

Danskir makkarónubotnar

  • 700 g sykur
  • 500 g kransamassi
  • 30 g hveiti
  • 190 g eggjahvítur

Aðferð:

  1. Vinnið saman sykur, hveiti og kransamassa samfellt.
  2. Blandið eggjahvítum rólega út í þar til blandan er komin saman.
  3. Sprautið botnunum í þá stærð sem þið óskið.
  4. Bakið við 180 gráður í um átta mínútur (fer eftir stærð).

Krem

  • 150 g síróp
  • 120 g gerilsneyddar eggjarauður
  • 300 g mjúkt smjör
  • 10 g sterkt kaffi (kalt)
  • 15 g kakó

Aðferð:

  1. Þeytið eggjarauður.
  2. Hitið sírópið örlítið og hellið í mjórri bunu í þeyttu eggjarauðurnar.
  3. Bætið smjöri saman við og þeytið.
  4. Setjið kaffi saman við meðan þeytt er í mjórri bunu.
  5. Blandið kakói saman við í lokin.
  6. Sprautið kremi á sörurnar og kælið/frystið.
  7. Dýfið sörunum í brætt dökkt súkkulaði og geymið í frysti.

 

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup sem er hér.

Bakaríð hans Gulla Arnars hefur verið mjög vinsælt síðan það …
Bakaríð hans Gulla Arnars hefur verið mjög vinsælt síðan það opnaði fyrir fjórum árum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert