Sætur og seiðandi espresso martini

Espresso martini er ekki bara vinsæll drykkur heldur líka ljúffengur …
Espresso martini er ekki bara vinsæll drykkur heldur líka ljúffengur eftirréttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gulli Arnar, bakari í Hafnarfirði á heiðurinn af þessum gómsæta og vel útlítandi eftirrétti sem ber nafnið espresso martini, eins og drykkurinn vinsæli. 

Karamella

  • 90 g sykur
  • 30 g vatn
  • 360 g rjómi
  • 1 stk. vanillustöng
  • 120 g gerilsneyddar eggjarauður
  • 2 stk. matarlímsblöð
  • klípa af sjávarsalti

Aðferð:

  1. Leggið matarlím í bleyti.
  2. Hitið sykur og vatn í potti þar til myndast ljós karamella.
  3. Hitið rjómann í potti eða örbylgju og hellið rólega í nokkrum skömmtum út í karamelluna.
  4. Látið rjómakaramelluna sjóða í nokkrar mínútur.
  5. Setjið eggjarauður i skál og hellið rjómakaramellunni yfir rauðurnar í mjórri bunu meðan hrært er í eggjarauðunum.
  6. Bætið matarlími og salti í karamelluna og látið kólna aðeins.
  7. Hellið í glösin eða þau form sem þið hafið.
  8. Kælið.

Kaffimús

  • 160 g Rökkvi kaffilíkjör
  • 40 g sykur
  • 115 g eggjarauður
  • 4 stk. matarlím
  • 200 g mjólkursúkkulaði
  • 350 g létt þeyttur rjómi

Aðferð:

  1. Leggið matarlím í bleyti.
  2. Hitið kaffilíkjör, sykur og eggjarauður í skál yfir vatnsbaði meðan hrært er. Þegar blandan byrjar að þykkna örlítið setjið þá matarlím út í og hrærið.
  3. Hellið svo blöndunni yfir mjólkursúkkulaði og blandið saman.
  4. Kælið blönduna örlítið og þegar hún er komin rétt undir líkamshita er léttþeyttum rjómanum bætt í.
  5. Hellið kaffimúsinni yfir rjómakaramellukremið og kælið aftur.
  6. Gott er að gera þetta deginum áður en nota á eftirréttinn.

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup sem er hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert