Hangikjöt með kartöflum í uppstúf

Jólamatur
Jólamatur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Ekki klikka á hangikjötinu um jólin með þessari skotheldu uppskrift. 

Hangikjöt

  • 1 stk. saltminna Hagkaups-hangikjöt

Aðferð:

  1. Setjið hangikjötið í pott og fyllið með köldu vatni þannig að það fljóti yfir kjötið.
  2. Fáið suðu upp og sjóðið kjötið í 45 mínútur á hvert kíló.

Uppstúfur

  • 40 g smjör
  • 40 g hveiti
  • 500 ml mjólk
  • 150 ml soð af hangikjötinu
  • 1 msk. sykur
  • salt

Aðferð:

  1. Smjör brætt á lágum hita í potti og hveiti bætt saman við þar til smjörbollan er orðin þykk.
  2. Helmingnum af mjólkinni er bætt smám saman við og hrært þangað til þykknar aftur.
  3. Þá er soðinu og afganginum af mjólkinni bætt við ásamt sykri.
  4. Passa skal að hiti sé ekki of hár og hræra skal stöðugt svo að brenni ekki við botninn.
  5. Sósan er smökkuð til með salti.

Kartöflur

  1. Kartöflur soðnar í söltu vatni þar til þær eru mjúkar í gegn, þá flysjaðar og settar út í uppstúfinn.

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup sem er hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert