Bragðgóðar jólauppskriftir fyrir grænkera

Veganmatseld getur vafist fyrir þeim sem eru ekki vanir henni …
Veganmatseld getur vafist fyrir þeim sem eru ekki vanir henni en eftirspurnin eftir góðum grænkeraréttum er sífellt að aukast. mbl.is/Kristinn Magnússon

​Í flestum fjölskyldum er einhver sem er grænkeri eða er farinn að minnka neyslu á dýraafurðum og það getur sannarlega vafist fyrir þeim sem ekki eru vanir veganmatseld.

Elín Kristín Guðmundsdóttir matarfrumkvöðull á og rekur fyrirtækið Ella Stína Vegan. Ástríða hennar er að koma með bragðgóðan og hollan valkost í veganúrval íslensks matvælamarkaðs.

„Það sem er svo frábært með vörurnar mínar er að þær innihalda hvorki hnetur né dýraafurðir. Ég nota íslenskt hráefni við val á samsetningu í vöruþróun og legg mikla áherslu á að hafa íslenskt hráefni og sem næst uppruna sínum,“ segir Ella Stína af ástríðu og bætir við að hún vilji að vörurnar séu einfaldar fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í að velja plöntumiðaðra mataræði og minnka kjötneyslu eða vilja fá meiri tilbreytingu í fæðuvali.

„Það er því hægt að einfalda hátíðarborð jólanna með úrvali matvara úr jólalínunni minni.“ 

Ella Stína vill framleiða einfaldar vörur fyrir þá sem eru …
Ella Stína vill framleiða einfaldar vörur fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í plöntumiðaðra mataræði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aspassúpa

Forréttur fyrir þrjá til fjóra

  • 1 dós aspassúpa Ellu Stínu Vegan
  • ferskur grænn aspas

Aðferð:

  1. Hitið súpuna samkvæmt leið­beiningum á umbúðum.
  2. Steikið aspas upp úr vegansmjöri.
  3. Hellið súpu í skálar til að bera fram.
  4. Bætið aspas í skálarnar.
Ljúffeng aspassúpa fyrir grænkera
Ljúffeng aspassúpa fyrir grænkera mbl.is/Kristinn Magnússon

Hátíðarsveppa-wellington

fyrir þrjá til fjóra

  • sveppa-wellington Ellu Stínu Vegan
  • 1 dl haframjólk
  • 2 msk dijonsinnep

Aðferð:

  1. Takið Wellington úr umbúðum og setjið á bökunarplötu eða í eldfast mót.
  2. Wellington er sett í ofn við 180 gráðu hita og bakað í 50-60 mínútur eftir því hversu góðan ofn þið hafið.
  3. Það er gott að taka wellington út úr frystinum og láta það standa á borðinu áður en það er sett í ofninn. Ég læt það yfirleitt þiðna í tvo tíma áður en ég set það í ofninn.
  4. Þeytið 1 dl haframjólk og 2 msk dijonsinnep og penslið deigið. 
  5. Setjið wellington í ofninn.
  6. Eftir 20 mínútur í ofni penslið þá aftur yfir deigið.
  7. Setjið aftur í ofninn það sem eftir er af eldunartímanum en fylgist vel með að wellington ofbakist ekki. 
  8. Sveppa-wellington er tilbúið þegar deigið hefur tekið á sig brúnan lit.
  9. Látið wellington standa í tíu mínútur áður en það er skorið í sneiðar. 
Villisveppasósa með skógarsveppum og kóngasveppum
Villisveppasósa með skógarsveppum og kóngasveppum mbl.is/Kristinn Magnússon

Villisveppasósa

  • 1 - 2 dósir villisveppasósa
  • kóngasveppir

Hver dós inniheldur 550 g. Magnið fer eftir því hversu mikið af sósu þið notið. Ég mæli með að eiga 2 dósir. Sósan geymist vel og er einstaklega góð.

Aðferð:

  1. Hitið sósuna upp í potti. Þá er hún tilbúin á jólaborðið.
  2. Bætið út í smá af kóngasveppum sem hafa verið steiktir á pönnu ef ykkur langar að skreyta sósuna áður en hún fer á hátíðarborðið. Þetta er ekki nauðsyn þar sem sósan inniheldur mikið magn af blönduðum skógarsveppum og kóngasveppum.
Ris a la mande er vinsæll eftirréttur um jólin.
Ris a la mande er vinsæll eftirréttur um jólin. mbl.is/Kristinn Magnússon

 „Það er hefð hjá okkur á aðfangadagskvöld að hafa ris a la mande með kaffi og heimabökuðum smákökum,“ segir Ella Stína. „Þegar við erum svona hálfnuð með að opna gjafirnar er gaman að setjast niður, fá sér ris a la mande og komast að því hver sú heppna eða heppni er að fá möndlugjöfina í ár.

Hefðin er að hafa möndlugjöf sem fjölskyldan getur notið saman yfir hátíðarnar. Þessi uppskrift kemur frá tengdamömmu sem gerði alltaf ris a la mande á jólunum.

Ég hef verið að þróa uppskriftina og veganvæða hana. Því má segja að hún sé bæði frá mér og tengdamömmu í bland. Það gerir hana ekki verri.“

Ris a la mande

  • ¾ litri möndlumjólk (ég nota lífræna frá Isola Bio. Mikilvægt til að fá rétta bragðið)
  • 100 g grautargrjón (ég nota lífræn)
  • 20 g hrásykur

Aðferð:

  1. Sjóðið möndlumjólk og grautargrjón við vægan hita.
  2. Hrærið í pottinum þar til mjólk og grjón hafa blandast vel saman. Standa þarf yfir grautnum svo að hann brenni ekki við.
  3. Kælið grautinn.
  4. Stráið hrásykrinum yfir grautinn.
  5. Þessa blöndu er hægt að gera deginum áður og geyma hana í ísskáp.

Daginn sem á að bera grautinn fram þarf að gera eftirfarandi:

  • 50 g grófhakkaðar möndlur ristaðar á pönnu.
  • 1 stk vanillustöng
  • ¼ tsk möndludropar (ekki meira en það)
  • 1 ferna veganrjómi

Aðferð:

  1. Þessu er blandað saman við grautinn.
  2. Þeytið helminginn af rjómanum og blandið saman við grautinn með sleikju
  3. Bætið svo óþeytta rjómanum út í. Athuga að hræra ekki of mikið.
  4. Setjið nú grautinn í eina stóra eftir­réttaskál eða í minni eftirréttaskálar fyrir
  5. hvern gest.
  6. Setjið afhýdda hvíta möndlu í stóru skálina eða í eina minni skálanna.
  7. Hitið Ellu Stínu karamellusósuna og berið hana fram með grautnum.

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup sem er hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka