Allra besta rjúpusúpan

Jólamatur
Jólamatur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Örvar Bessason, rekstrarstjóri Grillhússins í Borgarnesi, er þekktur fyrir að gera einstaklega bragðgóðar súpur.

Örvar er einn af þeim sem hefur gefið sjálfum Gordon Ramsay oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að borða en hann starfaði lengi vel á Friðriki V þegar sá staður var á Akureyri.

Eitt af því sem var ómissandi þar í jólavertíðinni var rjúpusúpa og kemur hugmyndin að súpunni þaðan.

Jólamatur
Jólamatur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Soð

  • 2 stk. rjúpur
  • 1 laukur
  • 4 gulrætur
  • 3 hvítlauksrif
  • ¼ teskeið svört piparkorn

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera bringurnar af rjúpunni. Gott er að skola þær með köldu vatni,  þerra vel eftir það og setja þær í kæli.
  2. Því næst eru rjúpurnar settar í pott ásamt botnfylli af olíu og steiktar vel ásamt lauk, gulrótum, hvítlauk og pipar.
  3. Þá er um tveimur lítrum af vatni bætt við eða þar til og suðan látin koma upp. Þetta er soðið í um tvo tíma.
  4. Nú er soðið sigtað.

Súpa

  • ¼ flaska rauðvín
  • 250 ml rjómi
  • 50 g gráðostur
  • Um það bil ½ flaska (eða eftir smekk) Tasty-villikraftur, fljótandi 
  • 100 g fersk bláber 
  • villibráðakrydd frá Pottagöldrum, eftir smekk
  • hveitibolla (brætt smjör og hveiti)

Aðferð:

  1. Bræðið 50 g smjör, bætið 2 msk. hveiti saman við og hrærið þetta saman.
  2. Bætið soðinu saman við ásamt villikrafti og rauðvíni.
  3. Látið þetta sjóða í um 20 mínútur.
  4. Bætið gráðosti og rjóma saman við og smakkið til með villikryddi.
  5. Í lokin er ferskum bláberjum bætt saman við.

Berja-kompott

  • 2 msk. sykur
  • 100 g bláber
  • 2 msk. rauðvín

Aðferð:

  1. Öllu þessu er blandað saman í potti og látið krauma þar til berin eru sprungin og komin er fallega rauð sulta.

Rjúpubringur

  • 4 stk. bringa
  • 50 g smjör 
  • villibráðakrydd frá Pottagöldrum
  • salt

Aðferð:

  1. Hitið smjör á pönnu þar til það fer að freyða.
  2. Setjið bringur á pönnuna og kryddið með villikryddi og salti.
  3. Til að hafa bringurnar fallega rauðar og safaríkar passar að steikja þær í um eina og hálfa mínútu á hvorri hlið.
  4. Látið bringurnar standa í nokkrar mínútur áður en þær eru skornar.

Framreiðsla:

  1. Skerið toppinn af brauðinu og hreinsið innan úr því.
  2. Hellið súpunni í brauðið.
  3. Setjið rjúpubringuna upp á spjót og komið fyrir á brauðinu.
  4. Ausið berja-kompotti yfir eftir smekk.

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup sem er hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert