Espresso martini

Jólamatur
Jólamatur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Sérrídesert

  • 4 stk matarlím
  • 500 g rjómi
  • 100 g gerilsneyddar eggjarauður
  • 100 g flórsykur
  • 50 g sherry
  • danskar makkarónur
  • rifsberjahlaup
  • vatnsdeigsbollur

Aðferð:

  1. Leggið matarlím í bleyti.
  2. Léttþeytið rjóma.
  3. Þeytið saman eggjarauður og flórsykur.
  4. Setjið helminginn af sérrí í skál með matarlími.
  5. Hitið rólega í örbylgju þar til matarlímið er bráðið.
  6. Setjið hinn helminginn af sérrí út í.
  7. Pískið sérrí saman við eggjarauðu-blönduna.
  8. Að lokum er rjómanum blandað við eggjarauðu- og sérríblönduna.
  9. Þá er frómasinn tilbúinn.
  10. Myljið danskar makkarónur í skál,
  11. Smyrjið smá rifsberjahlaupi yfir og hellið sérrý frómasinum yfir.
  12. Toppið eftirréttinn með súkkulaðihjúpuðum vatnsdeigsbollum.

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup sem er hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert