Hátíðarandalæri með graskeri og rifsberjagljáa

Hátíðarandalæri með graskeri og rifsberjagljáa
Hátíðarandalæri með graskeri og rifsberjagljáa mbl.is/Kristinn Magnússon

Hátíðarandalæri með graskeri og rifsberjagljáa

  • andalæri í dós
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Dósin er látin standa við stofuhita í nokkrar klukkustundir áður en hún er opnuð. Það er gert til þess að fitan bráðni og betra sé að taka lærin upp úr fitunni.
  2. Opnið dósina og geymið fituna fyrir graskerið.
  3. Raðið á ofnskúffu og eldið á 180 gráðum í 20 mínútur. Gott er að hækka hita síðustu fimm mínúturnar til að fá stökka húð.

Bakað grasker með andafitu

  • 1 stk. butternut squash
  • 2 msk. andafita
  • 1 msk. hlynsíróp
  • salt
  • pipar
  • 2 greinar rósmarín

Aðferð:

  1. Skrælið graskerið, skerið í 2x2 cm teninga og raðið í eldfast mót.
  2. Blandið öllu saman í mótið og kryddið til með salti og pipar.
  3. Bakið á 180 gráðum í 20 mínútur eða þar til graskerið er eldað í gegn og byrjað að karamellíserast.

Rifsberjagljái

  • 750 ml kjúklingasoð
  • 750 ml rifsberjasafi
  • 100 ml rauðvín
  • salt
  • 1 tsk. eplaedik
  • 100 g smjör
  • 2 stk. timíangreinar

Aðferð:

  1. Setjið rifsberjasafa og rauðvín í pott og sjóðið niður þar til þriðjungur er eftir í pottinum.
  2. Bætið þá kjúklingasoði út í og sjóðið niður um helming.
  3. Bætið við timíangrein og eplaediki og leyfið sósunni að malla í eina mínútu.
  4. Sigtið þá sósuna og bætið við smjöri.
  5. Gott er að setja fersk rifsber í sósuna.

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup sem er hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka