Einfaldleikinn er besta leiðin

Einar Hjaltason á VON mathúsi við höfnina í Hafnarfirði er þekktur fyrir fagleg vinnubrögð og ferskleika í matargerð. VON mathús er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem leggur áherslu á árstíðabundna íslenska matargerð og hráefnanotkun hverju sinni.
Einar er reyndur matreiðslumaður sem starfaði meðal annars á Michelin-staðnum Dabbous í London.

Hreindýrainnralæri

  • 800 g – 1 kg hreindýrainnralæri
  • 100 g smjör
  • 1 stk hvítlauksgeiri
  • timían eða rósmarín 

Einfaldleikinn er besta leiðin þegar eldað er hreindýr að mínu mati. Einstakt bragð og áferð kjötsins þarf að vera í forgrunni.

Jólamatur - Einar - Von mathús
Jólamatur - Einar - Von mathús Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Aðferð:

  1. Kjötið er steikt í heilu lagi á vel heitri pönnu í smástund svo það brúnist. Svo má snúa því og bæta við vænni klípu af smjöri, hvítlauk og rósmaríni eða timían.
  2. Tekið af og hvílt, þá má skoða hvort það þurfi að setja inn í ofn í smástund eða ekki.
  3. Ég mæli með 50-55 gráða hita í kjarnhita.
  4. Síðan er bara að skera og njóta.

Brúnkál

  • ½ haus hvítkál
  • 200 g sykur
  • 2 msk eplaedik
  • 2 tsk kúmen
  • klípa salt

Aðferð:

  1. Kálið er skorið fínt í strimla.
  2. Í potti er sykurinn bræddur alveg eins og þegar á að gera sykurbrúnaðar kartöflur.
  3. Þegar sykurinn er gullinbrúnn er kálinu bætt út í og hrært varlega.
  4. Bætið ediki og kúmeni út í og eldið í kringum tíu mínútur og smakkið til með salti.
Jólamatur - Einar - Von mathús
Jólamatur - Einar - Von mathús Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Rófur

  • 1 kg rófur
  • 2 stk hvítlauksgeirar
  • 2 greinar timían
  • olía
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Skrælið rófur og skerið í báta eða hentuga stærð.
  2. Veltið upp úr olíu, hvítlauk, salti og pipar.
  3. Setjið í fat eða ofnskúffu og bakið við 190 gráða hita í 20 mínútur eða þar til klárt.

Sveppasósa

  • 500 ml nautasoð
  • 1 askja kjörsveppir
  • ½ laukur
  • 2 stk hvítlauksgeirar
  • 100 ml rjómi
  • 50 ml rauðvín
  • 2 greinar timían
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Laukur og hvítlaukur, fínt saxað og svitað í potti,
  2. Sveppir sneiddir fínt og bætt út í pottinn ásamt timían og smá salti.
  3. Látið malla í tvær mínútur og bætið svo víni við og eldið þar til vínandi er farinn úr.
  4. Næst er nautasoði bætt við (eða einfaldlega smá vatn og uppáhalds teningur ef ekki er til
  5. nautasoð) og soðið niður þar til vökvinn þykknar aðeins.
  6. Bætið við rjóma og sjóðið aðeins meira.
  7. Smakkað til með salti og pipar, einnig er gott að setja smá sherrý eða koníak.

Epli

  • 1 stk grænt epli

Aðferð:

  1. Epli skrælt og skorið eftir smekk, og notað til skreytinga.
  2. Eplið gefur sýru og ferskleika með steikinni, best er að gera þetta bara rétt áður en matur er framreiddur.
Jólamatur - Einar - Von mathús
Jólamatur - Einar - Von mathús Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert