Kimchi beikonborgarar með spæsí sósu

Snorri hefur sannað að kimchi og beikon eru bestu vinir …
Snorri hefur sannað að kimchi og beikon eru bestu vinir og er algjör bragðbomba á þessum hamborgara. Hann er spæsí, saltur og smá fönkí. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Snorri Guðmundsson matgæðingur hjá Matur og myndir er snillingur í að töfra fram góðar kræsingar og rétti sem erfitt er að standast. Þessi tryllti hamborgari sem kemur úr hans smiðju gæti orðið sumarborgarinn í ár, svo fullkomin samsetning.

Snorri hefur sannað að kimchi og beikon eru bestu vinir og er algjör bragðbomba á þessum hamborgara. Hann er spæsí, saltur og smá fönkí.

Ameríski hamborgaraosturinn passar líka fullkomlega við þetta bragð og spæsí sósan er æði bæði á hamborgara eða bara til þess að dýfa frönskum í, hreinn unaður að njóta. Prófaði þennan um helgina og hans stóðst allar væntingar.

Eins og Snorri segir er algjört lykilatriði að smyrja og rista brauðin á heitri pönnu. Það gefur þeim bæði betra bragð og svo verða þau dúnmjúk fyrir vikið.

Kimchi beikonhamborgarar

Fyrir 2

  • 2 stk. 120 g hamborgarar
  • 2 stk. kartöflubrauð, t.d. frá Gæðabakstur
  •  6 sneiðar beikon
  • 1 súr gúrka
  • 30 g íssalat
  • 2 sneiðar amerískur hamborgaraostur
  • 80 g kimchi, 80 g (Jongga,fæst t.d í fiska eða annað kimchi)
  • 80 ml japanskt majónes
  • 5 g srirachasósa
  • 1,5 g taco krydd (Santa Maria)

Aðferð:

  1. Raðið beikoninu á ofnplötu með bökunarpappír og bakið við 200°C á blæstri í 10-13 mínútur eða þar til beikonið er fulleldað. Fylgist vel með svo beikonið brenni ekki við.
  2. Sneiðið súru gúrkuna og saxið íssalatið. Grófsaxið Kimchi.
  3. Hrærið saman japönsku majónesi, srirachasósu og taco kryddi.
  4. Smyrjið brauðin með smjöri og ristið á heitri pönnu þar til gyllt og falleg. 
  5. Fletjið kjötið út svo það sé um 1 cm stærra að ummáli en hamborgarabrauðin, kjötið mun skreppa saman við steikingu og það er ekkert sorglegra en þegar buffið endar minna en hamborgarabrauðið.
  6. Saltið kjötið og steikið eða grillið við meðalháan hita í 2,5 mínútur á hvorri hlið. Setjið ostinn á kjötið þegar því er snúið.
  7. Smyrjið brauðin með sósu og raðið svo salati, kjöti, beikoni, súrum gúrkum og kimchi í brauðin.
  8. Berið fram með uppáhaldsfrönskunum ykkar, það er líka mjög gott að gera tvöfalda uppskrift að sósunni og nota til að dýfa frönskum í. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka