Bananabrauð eins og Telma vill það

Nýbakað og girnilegt bananabrauð.
Nýbakað og girnilegt bananabrauð. Ljósmynd/Telma Matthíasdóttir

Telma Matthíasdóttir hjá Fitubrennslunni elskar fátt meira en að prufa sig áfram í hollustunni. Á dögunum bakaði hún þetta dýrindis bananabrauð sem er fullt af góðri næringu og bragðast alveg dásamlega vel. Í bananabrauðinu er smá súkkulaði og það gerir brauðið ómótstæðilega gott. Þetta er nýjasta útgáfan hennar en hún á margar uppskriftir af bananabrauði og allar hafa þær slegið í gegn.

Bananabrauð

  • 1 egg

  • 1 dl sukrin Gold
  • 2 bananar, vel þroskaðir
  • ¼ bolli mjólk
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 28-30 g Protein 100% pure whey (það má nota hvaða bragð sem er)

  • 100 g hveiti
  • 100 g instant oats, haframjöls duft  

  • ¼ tsk. salt

  • ½ tsk. matarsódi

  • ½ tsk. lyftiduft
  • 1 plata 80% Diablo súkkulaði, saxað

Aðferð:

  1. Byrjið á því að stappa banana og hrærið blautefnum saman við.
  2. Bætið síðan þurrefnum við.
  3. Saxið súkkulaði og bætið við.
  4. Setjið blönduna í klassísk formkökuform.
  5. Setjið inn í ofn og bakið við 185°C hita  í 35-40 mínútur.
  6. Berið fram ylvolgt og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka