Vínframleiðandi á heimsmælikvarða tekur á móti gestum á Moss

Fágætur viðburður á Íslandi -Thibault Jacquet mun bjóða gestum á …
Fágætur viðburður á Íslandi -Thibault Jacquet mun bjóða gestum á Moss upp á einstakt ferðalag um matargerð og vínpörun þar sem hugmyndaauðgi, óvæntar en ljúfar samsetningar og ástríða fyrir hráefninu ráða för. Samsett mynd

Þann 27. apríl næstkomandi stendur Moss, Michelin-stjörnuveitingastaðurinn á Retreat hótelinu í Bláa Lóninu, fyrir viðburði á heimsmælikvarða. Gestur kvöldsins er Thibault Jacquet, sem er framkvæmdastjóri hjá Stan Kroenke og hefur meðal annars umsjón með vínekrunum Screaming Eagle, Domaine Bonneau du Martray, La Jotana og The Hilt. Gestum er boðið upp á einstakt ferðalag um matargerð og vínpörun þar sem hugmyndaauðgi, óvæntar en ljúfar samsetningar og ástríða fyrir hráefninu ráða för.

Einstakur viðburður og takmarkað sætaframboð

Moss, sem hlaut Michelin-stjörnu árið 2023, hefur sex sinnum áður haldið áþekka viðburði sem einkennast af árstíðarbundnum réttum og sérvöldu víni sem dansa við bragðlaukana í óviðjafnanlegu umhverfi. Boðið er upp á sex rétti sem yfirmatreiðslumaður Moss, Agnar Sverrisson, alla jafna kallaður Aggi, og matreiðsluteymi hans hafa lagt sig fram um að þróa í takt við besta fáanlega hráefni hverju sinni. Viðburðurinn er einstakur að því leiti að sætaframboð er mjög takmarkað og hver og einn réttur er paraður við eftirsótta vínárganga frá Screaming Eagle vínekrunni í Napa-dalnum í Kaliforníu. Framleiðsla vínekrunnar er raunar svo eftirsótt að 12 ára biðlisti er eftir flöskum og því um fágætt tækifæri að ræða til þess að njóta íslenskrar matargerðar á heimsmælikvarða með víni sem er einstakt á heimsvísu.

Agnar Sverrisson hefur verið matreiðslumeistari Moss frá upphafi. Hann lærði …
Agnar Sverrisson hefur verið matreiðslumeistari Moss frá upphafi. Hann lærði hjá hinum fræga matreiðslumeistara Raymond Blanc á Le Manoir aux Quat’Saisons í Bretlandi og stofnaði síðar veitingastaðinn Texture í London. Sá staður hlaut Michelin-stjörnu árið 2010 og hélt henni allt þar til Aggi söðlaði um, flutti til Íslands og tók við Moss. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þekking og reynsla  Jacquet er á fárra færi

Aggi hefur verið matreiðslumeistari Moss frá upphafi. Hann lærði hjá hinum fræga matreiðslumeistara Raymond Blanc á Le Manoir aux Quat’Saisons í Bretlandi og stofnaði síðar veitingastaðinn Texture í London. Sá staður hlaut Michelin-stjörnu árið 2010 og hélt henni allt þar til Aggi söðlaði um, flutti til Íslands og tók við Moss.

„Við höfum lengi lagt metnað okkar í að fá til okkar framáfólk úr veitinga- og vínheiminum og erum nú þeirrar gæfu aðnjótandi að fá Thibault Jacquet til okkar. Þekking hans og reynsla er á fárra færi og það verður óviðjafnanlegt að fá að læra af honum um vín, víngerð og pörun á Moss. Hann hefur komið til okkar áður og gestir okkar því fengið að njóta þess sem hann hefur fram að færa á veitingastaðnum okkar sem er í sérflokki hvað varðar umhverfi og aðbúnað, þó ég segi sjálfur frá,“ segir Agnar.

Jacquet hefur sinnt margvíslegum verkefnum síðasta áratuginn og hefur markað …
Jacquet hefur sinnt margvíslegum verkefnum síðasta áratuginn og hefur markað sig sem leiðtoga og frumkvöðul í heimi fínna vína.

Leiðtogi og frumkvöðull í heimi fínna vína

Jacquet hefur sinnt margvíslegum verkefnum síðasta áratuginn og hefur markað sig sem leiðtoga og frumkvöðul í heimi fínna vína. Um þessar mundir starfar hann sem framkvæmdastjóri Domaine Bonneau du Martray, en hann tók við þeirri stöðu í kjölfar þess að E. Stanley Kroenke eignaðist vínekruna árið 2017. Auk þess er Jacquet stofnandi og framkvæmdastjóri Karolus France sem er dreifingaraðili og umboðsaðili virtra vörumerkja á borð við Screaming Eagle, Domaine Bonneau du Martray, The Hilt og The Pairing.

Jacquet stofnandi og framkvæmdastjóri Karolus France sem er dreifingaraðili og …
Jacquet stofnandi og framkvæmdastjóri Karolus France sem er dreifingaraðili og umboðsaðili virtra vörumerkja á borð við Screaming Eagle sem hann mun m.a. kynna á viðburðinum. Ljósmynd/Sjöfn

Nánari upplýsingar um Moss má finna á vefsíðu eitingastaðarins. Þar er einnig tekið við bókunum á viðburðinn. Færri komast að en vilja og viðburðurinn verður aðeins haldinn í eitt skipti.

Vínin sem í boði verða á viðburðinum bíða í vínkjallaranum …
Vínin sem í boði verða á viðburðinum bíða í vínkjallaranum fræga undir Moss. mbl.is/Árni Sæberg
Hugsað er fyrir hverju smáatriði á Moss.
Hugsað er fyrir hverju smáatriði á Moss. Ljósmynd/Bláa Lónið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert