Sjáið Telmu galdra fram eftirrétt

Telma Matthíasdóttir er snillingur að búa til kræsingar úr einföldu …
Telma Matthíasdóttir er snillingur að búa til kræsingar úr einföldu og hollu hráefni. Hér er hún komin með eftirrétt. Samsett mynd

Hér er á ferðinni ótrúlega einfaldur og góður eftirréttur sem tekur örskamma stund að gera. Uppskriftin kemur úr smiðju Telmu Matthíasdóttur en hún deildi uppskriftinni ásamt leiðbeiningum á Instagram-síðu sinni á dögunum.

Hinberjaostaköku-bix

Fyrir 1

  • ½ banani
  • 1 weetabix
  • Smá mjólk, rétt til að bleyta
  • Hindber eftir smekk
  • 2-3 msk. grísk jógúrt eða skyr að eigin vali
  • Sykurlaust Diablo súkkulaði

Aðferð:

  1. Byrjið á því að stappa hálfan banana ofan í glasi.
  2. Pressið síðan weetabixinu ofan á.
  3. Bleytið aðeins í weetabixinu með smá mjólk.
  4. Takið nokkur hindber og stappið á disk og setjið síðan ofan á efsta lagið.
  5. Setjið svo gríska jógúrt eða skyr ofan á hindberin.
  6. Dreifið súkkulaði ofan á efsta lagið og látið storkna ofan á.
  7. Borðið og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert