Banana-chiabúðingur sem þú átt eftir að elska

Þessi morgunverður bragðast eins og besti eftirréttur. Í glasinu er …
Þessi morgunverður bragðast eins og besti eftirréttur. Í glasinu er banana-chiabúðingur með ljúffengu granóla ofan á. Ljósmynd/Linda Ben

Þessi morgunmatur bragðast eins og eftirréttur og er líka hollur og nærandi. Heiður af þessari uppskrift á Linda Ben uppskriftahöfundur sem heldur úti uppskriftasíðunni Linda Ben.

Banana-chiabúðingurinn er einfalt að gera. Þú setur hafrajógúrt, chiafræ og frosinn banana í blandara og setur síðan í glas ásamt bananasneiðum og granóla. Upplagt að velja fallegt glas til setja búðinginn í því þá bragðast hann enn þá betur. Það er hægt að njóta búðingsins strax en það er líka mjög gott að geyma hann. Með því að loka honum strax er hægt að geyma hann í tvo daga inni í ísskáp.

Banana-chiabúðingur

  • 200 ml hafrajógúrt með kókos og vanillu
  • 1 frosinn banani
  • 1 msk. chiafræ
  • ½ banani
  • Granóla eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið hafrajógúrt, frosinn banana og chiafræ í blandara, blandið þar til fræin eru vel maukuð saman við jógúrtið, tekur u.þ.b. 1-2 mínútur í góðum blandara.
  2. Setjið helminginn af blöndunni í glas, skerið hálfan bananann í sneiðar, setjið helminginn af þeim ofan á jógúrtið og granóla yfir.
  3. Setjið það sem eftir er af jógúrtinu yfir, toppið með því sem eftir er af bananasneiðunum og skreytið með granóla.
  4. Ef þið viljið geyma búðinginn, lokið þá glasinu með loki eða plastfilmu. Þetta geymist í mest tvo daga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert