Jólakransinn hennar Kötu sló í gegn í veislunni

Katrín Magnúsdóttir gerði þennan fallega jólaosta- og kjötkrans sem heillaði …
Katrín Magnúsdóttir gerði þennan fallega jólaosta- og kjötkrans sem heillaði veislugestina upp úr skónum. Hann var svo fallegur að það ætlaði enginn að þora að borða af honum. Samsett mynd

Katrín Magnúsdóttir, alla jafna kölluð Kata, fagurkeri og flugfreyja bauð upp á þennan dásamlega jólaosta- og kjötkrans sem kemur öllum í hátíðaskap. Þessi sómir sér vel í hvaða jólaboðið sem er og hægt er að leika sér með hráefnin og hvernig kransinn er skreyttur. Þetta er kaldur bakki með kjöti, osti og öðru gúmmulaði sem gleður bragðlaukana ekki síður en augað.

„Ég notaði bakka sem var 43 cm í þvermál. Þetta er pínu handavinna svo um að gera að gefa sér góðan tíma. Ég var um klukkutíma að setja bakkann saman og vert að gera ráð fyrir þeim tíma. Kjötblómin, áleggsblóm kannski fallegra orð, taka ótrúlegt mikið til sín svo gott að kaupa ríflega. Best að nota lítið glas eins og skotglas annars þarf mun meira af áleggi og blómin verða ansi stór. Gallinn við þennan girnilega jólakrans er að það þorði engin að ráðast á hann á veisluborðinu því hann leit svo vel út,“ segir Kata og hlær.

Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir vel gerð blómana sem ágætt er að rýna í áður lagt er af stað í verkið.

Ómótstæðilega fallegur þesssi jólakrans sem fangar ekki síður matarhjartað líkt …
Ómótstæðilega fallegur þesssi jólakrans sem fangar ekki síður matarhjartað líkt og augað. Ljósmynd/Katrín Magnúsdóttir

Jólaosta-og kjötkransinn hennar Kötu

  • 1 bréf íÍtölsk bresaola, tilbúin niðursneydd (örþunnt nautakjöt sem ég skar í tvennt til að minnka sneiðar) 
  • 1 bréf ítölsk hráskinka, tilbúin niðursneytt, skar endilanga til að fá litlar rósir. Þessar rósir eru bara vafðar upp enda skinkan mjög þunn.
  • 4 bréf corizo pylsa, tilbúin niðursneydd
  • 3 bréf salami pylsa, tilbúin niðursneytt
  • Rauðvíns salami, skorin niður og set niður hér og þar
  • 1 pk. chilli pylsa, tilbúin sneytt í poka
  • 1 stk. Brie ostur
  • 1 net Baby bell, skorið í tvenn og rauða húðin höfð á, nokkur stykki
  • 1 stk. hvítlauksostur hringlóttur
  • 1 stk. ananas hringur
  • 1 stk. kryddkubbur
  • Blæjuber eftir smekk
  • Rifsber eftir smekk
  • Wasabi hnetur eftir smekk
  • Jólamöndlur eftir smekk
  • Rósmaríngreinar eftir smekk

Aðferð:

  1. Best er að þið byrjið á Brie slaufunni neðst til að stilla af kransinn.
  2. Eftir það setjið 4 stór blóm á um það bil hvern ¼ af bakkanum, út frá því að slaufan væri neðri miða.
  3. Vinnið ykkur svo áfram með því að tengja á milli hverra stórra blóma.
  4. Blandið mismunandi tegundum og stærðum að kjöti í kringum stóru blómin og setjið síðan ost í kring til að styðja við.
  5. Þegar hringurinn er  komin er upplagt að setja thuja greni undir beggja megin frá, líka hægt að nota leðurlauf eða gróft greni og fyllið svo upp með möndlum, rifsberjum, blæjuberjum og wasabi hnetum.
  6. Stingið í lokin í brot iaf rósmaríngreinum ofan í hér og þar til að fá meira grænt í kransinn. Thujan er sú eina sem er óæt ásamt nokkrum könglum sem Kata skellti í til skrauts.
  7. Kata mælir ekki með að hafa mikið af óætu skrauti ef einhver skildi óvart taka á diskinn hjá sér.
  8. Berið fram og njótið í góðum félagsskap.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert