Þetta eru vinsælustu kökur í heimi

Ljósmynd/Pexels/Anna Belousova

Það hefur aldrei verið auðveldara að finna góðar uppskriftir á netinu og í dag, enda ótrúlegt magn af matarbloggurum, bökurum og kokkum sem hafa deilt sinni uppáhaldsuppskrift á veraldarvefnum. 

Flest eigum við okkar uppáhaldsköku sem klikkar aldrei, en hefur þú velt fyrir þér hversu margir eru sammála þér?

Leisure gerði rannsókn þar sem greint var frá fimm vinsælustu bragðtegundum heims út frá því hve margir hafa leitað að uppskrift á leitarvefnum Google á heimsvísu. Niðurstöðurnar gætu komið sumum á óvart, en þær ættu einnig að hjálpa þér að velja hvaða kökur væri sniðugt að baka fyrir hátíðleg tækifæri eða veislur þar sem margir koma saman.

5 vinsælustu kökur í heimi

1. Súkkulaðikaka

Súkkulaðikakan er langvinsælust, en hún var með um 400 þúsund …
Súkkulaðikakan er langvinsælust, en hún var með um 400 þúsund leitir í hverjum mánuði. Ljósmynd/Unsplash/Gaelle Marcel

2. Red Velvet kaka

Því næst var Red Velvet kaka, en hún fékk yfir …
Því næst var Red Velvet kaka, en hún fékk yfir 320 þúsund leitir í hverjum mánuði. Ljósmynd/Pexels/Regina Ferraz

3. Gulrótarkaka

Klassísk gulrótarkaka klikkar aldrei, en hún er þriðja vinsælasta kakan …
Klassísk gulrótarkaka klikkar aldrei, en hún er þriðja vinsælasta kakan með yfir 300 þúsund leitir í hverjum mánuði. Ljósmynd/Pexels/Alina Matveycheva

4. Bananakaka

Því næst er bananakaka með yfir 190 þúsund leitir.
Því næst er bananakaka með yfir 190 þúsund leitir. Ljósmynd/Unsplash/Taylor Kiser

5. Ananaskaka

Í fimmta sæti var ananaskaka með um 170 þúsund leitir …
Í fimmta sæti var ananaskaka með um 170 þúsund leitir á mánuði, en kakan er sérlega vinsæl í Bandaríkjunum og Rússlandi. Ljósmynd/Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert