Fiskipanna sem bjargar vikunni

Fiskipanna sem engan svíkur.
Fiskipanna sem engan svíkur. mbl.is/Jamie Oliver

Þessi réttur ætti að vera á boðstólnum í hverri viku - því hann er einfaldur, bragðgóður og bjargar vikunni svo ekki sé minna sagt. 

Fiskipanna sem bjargar vikunni

  • 1 kg kartöflur
  • 320 g brokkolí
  • 100 g tartarsósa
  • Ólífuolía
  • 400 g lax
  • 320 g kirsuberjatómatar
  • 1 búnt graslaukur
  • 165 g risarækjur
  • 1/2 sítróna

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 200 gráður. 
  2. Skerið kartöflurnar í 3 cm bita og sjóðið á grunnri pönnu þar til meyrar. Bætið brokkolíinu saman við síðustu fjórar mínúturnar. Hellið vatninu af og takið brokkolíið til hliðar. Bætið tartarsósunni saman við ásamt 1/2 msk. af ólífuolíu og maukið vel saman - kryddið til eftir smekk. 
  3. Setjið pönnuna á miðlungshita og notið bakhlið á skeið til að dreifa maukinu yfir botninn og hliðarnar á pönnunni. Dreypið olíu yfir og setjið inn í ofn í 20 mínútur, eða þar til gyllt að lit. 
  4. Raðið brokkolíinu yfir bökuna. Skerið laxinn í 1 cm langar ræmur og skerið tómatana til helminga. Saxið graslaukinn smátt. Raðið öllu yfir brokkolíið ásamt rækjunum, sítrónusafanum, sjávarsalti og svörtum pipar. Setjið aftur inn í ofn í 10 mínútur eða þar til fiskurinn og rækjan eru elduð í gegn. 

Uppskrift: Jamie Oliver

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert