Keto þjálfun býður upp á vikuseðilinn

Kolbrún Árnadóttir hefur verið á ketó í fimm ár.
Kolbrún Árnadóttir hefur verið á ketó í fimm ár. mbl.is/Birkisson

Fyrsti vikuseðill ársins er í boði Keto þjálfunar, sem er undir handleiðslu Kolbrúnar Ýrar Árnadóttur. Matseðill sem kemur kroppnum í gott horf, svo ekki sé meira sagt.

„Ég er mikil áhugamanneskja um mat og matargerð og hef verið í mörg ár,“ segir Kolbrún Ýr í samtali og bætir við: „Ég myndi segja að áhuginn hefði byrjað þegar ég og fjölskylda mín keyptum veitingastaðinn Thorvaldsen, sem við rákum í sjö ár. Þar vann ég með ýmsum matreiðslumönnum og kom að hönnun á matseðlum þar öll árin.“

Kolbrún segist hafa strögglað við aukakílóin alla ævina og hefur prófað flesta kúra og bætiefni sem til eru. „Þegar ég kynntist lágkolvetna- og ketómataræðinu fann ég að það hentaði mér mjög vel – þarna var ég búin að finna mína hillu. Eins og svo oft áður þegar fólk er að byrja á nýju mataræði vantar það hugmyndir og sérstaklega á íslensku. Mér fannst alveg vanta að ég gæti keypt mér matseðil sem segði mér hvað ég ætti að borða yfir daginn og uppskriftir. Það er alls engin skylda að fara eftir seðlinum frá a-ö heldur má líta á hann sem eins konar tillögur að deginum. Með því að fjárfesta í svona tilbúnum matseðli lærirðu heilan helling um nýjar samsetningar og einnig hvernig á að setja saman máltíðir,“ segir Kolbrún Ýr.

Heimasíða er væntanleg í loftið þar sem hægt verður að nálgast uppskriftir, fróðleik og fleira. En hægt er að finna Keto þjálfun á Facebook og á Instagram.

Mánudagur:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert