Byltingarkennd nýjung í þrifum

Ný byltingarkennd þrif-vara í töfluformi.
Ný byltingarkennd þrif-vara í töfluformi. mbl.is/Biobaula

Það er komin ný vara á markað sem mun breyta öllu í heimilisþrifunum hér eftir – en þessi ótrúlega nýjung er í töfluformi.

Margir eru farnir að huga að vorhreingerningunni, eða eru komnir vel á leið með þrifin. En eins og margir vita getur slíkt haft mikil áhrif á umhverfið okkar, þá ef við skoðum plastmagnið í öllum þeim hreinsivörum sem við notum. Svo ekki sé minnst á kolefnissporin sem fara í að flytja vörurnar á milli landa. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á umhverfið okkar og okkur ætti ekki að standa á sama.

Til að sporna við þessu hefur BIOBAULA framleitt sjálfbæran og sparneytinn valkost til að koma til móts við almennar hreinsivörur. Hér er á ferð vegan þvottaefni sem er 100% niðurbrjótanlegt í töfluformi og eru allar vörurnar ECOCERT-vottaðar og bera einnig nýtt FLUSTIX-vottorð – sem er fyrsta evrópska vottunin sem tryggir að vörurnar séu algerlega lausar við örplast. Þar fyrir utan hlaut vörumerkið verðlaun sem besta nýja varan 2020 á vörusýningu BioFach og hefur vakið mikla athygli.

Úrvalið frá BIOBAULA samanstendur af fimm mismunandi vörum – alhliða hreinsiefni, glerhreinsiefni, baðhreinsiefni, gólfhreinsiefni og startpakka. Hægt er að skoða nánar og nálgast vörurnar HÉR.

mbl.is/Biobaula
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka