19 ára á metsölulista Eymundsson

Elenora Rós Georgesdóttir
Elenora Rós Georgesdóttir

Það er ekki á hverjum degi sem að rithöfundur kemst á metsölulista Eymundsson, hvað þá ef um er að ræða fyrstu bók og því síður ef rithöfundurinn er eingöngu 19 ára gamall.

Það er engu að síður það sem blasti við Elenoru Rós Georgesdóttur sem sendi á dögunum frá sér bókina BAKAÐ með Elenoru Rós. Elenora var að vonum í skýjunum með fréttirnar og sagðist eiga erfitt með að trúa þessu.

„Mamma vakti mig og sagði mér að kíkja á netið en þar var hún með metsölulistann opinn. Ég skildi ekkert hvert hún var að fara með þessu og skoðaði bara listann í mesta sakleysi. Það tók mig alveg smá tíma að fatta að bókin mín var þarna. Ég trúi þessu eiginlega bara ekki ennþá," segir Elenora en þeir sem fylgjast með henni á Instagram hafa skemmt sér konunglega undanfarna daga við að fylgjast með æsispennandi vegferð hennar.

Þess má til gamans geta að bókin er á tilboði hjá Eymundsson þessa dagana á aðeins 3.999 krónur.

View this post on Instagram

Bakað með Elenoru Rós er komin á METSÖLULISTA á innan við viku!🤯 Hún er í 9 sæti á topp 10 metsölubókalista Eymundsson🥳 Ég hef sjaldan verið jafn ótrúlega STOLT af einu meistaraverki og ég hef heldur betur aldrei náð að koma sjálfri mér jafn mikið á óvart. Þessu bjóst ég ALDREI við💫 Það er YKKUR að þakka að ég get sagt að er sé metsölurithöfundur. Takk fyrir stuðninginn, takk fyrir að kaupa bókina mína, takk fyrir að hafa trú á mér og takk fyrir YKKUR. Þið eruð svo sannarlega að láta drauma rætast sem ég þorði ekki einusinni að leyfa mér að dreyma um því mér fannst þeir svo óraunhæfir, en ég sé meira og meira að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi 🤍 Kveðja, 19 ára gamli metsölurithöfundurinn🥺

A post shared by Elenora Rós Georgesdóttir (@bakaranora) on Oct 29, 2020 at 12:33pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert