Sjúklega sæt sumarlínan frá Vitra

Ótrúlega skemmtilegt munstur í nýrri sumarlínu frá Vitra.
Ótrúlega skemmtilegt munstur í nýrri sumarlínu frá Vitra. mbl.is/© Eames Office, LLC

Vitra hefur kynnt nýja sumarlínu í bökkum, bollum, servíettum og öðru eins sem tilheyrir eldhúsinu. Vörulínan er hreint út sagt „sjúklega sæt“ ef svo má að orði komast og dregur hugann beint á suðræna strönd.

Munstrin í nýju vörunum vekja svo sannarlega tilfinningar um hita, sól og sand. Þar sem sjávarniður á sólríkum sumardegi er í forgrunni. Hér eru litlar lífverur teiknaðar af Ray Eames sem skreyta vörurnar. Teikningarnar eru frá árinu 1945 og endurspegla það skrautlega líf sem á sér stað í undirdjúpunum – krossfiskar, marglyttur og alls kyns aðrar verur.

Það skemmtilega við nýjungarnar er að það er alveg sama hvernig þú kemur til með að snúa t.d. servíettunni – þá mun munstrið virka á alla vegu þar sem það hálfpartinn flýtur um yfirborðið.

Til gamans má geta að Ray Eames tók þátt í samkeppni árið 1947 með þessu ákveðna sjávarmunstri og öðru munstri sem kallast „Crosspatch“ – samkeppni sem var á vegum New York Museum of Modern Art. Munstrið hlaut mikið lof og var í kjölfarið með í sýningunni „Printed Textiles for the Home“.

Munstrið er hannað af Ray Eames árið 1945.
Munstrið er hannað af Ray Eames árið 1945. mbl.is/© Eames Office, LLC
Hönnuðurnir Ray og Charles Eames.
Hönnuðurnir Ray og Charles Eames. mbl.is/© Eames Office, LLC
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert