Hefur þú prófað að marinera með kaffi?

Það þykir lygilega gott að marinera kjöt og fisk upp …
Það þykir lygilega gott að marinera kjöt og fisk upp úr kaffi. mbl.is/Colourbox

Kaffi er ekki bara heitur drykkur – því þú getur notað kaffi á svo marga vegu í matargerð. Til dæmis sem spennandi marinering á kjöt og fisk eins og við sýnum ykkur hér fyrir neðan.

Það eru ekki margir sem vita að með vel völdum hráefnum, blönduðu saman við kaffi, ertu að fá stórkostlega marineringu sem gefur einstakt bragð á steikina þína eða fiskinn. Við mælum eindregið með því að prófa, því útkoman er betri en þig grunar.

Marinering með kaffi – hentar á kjöt og fisk

  • 1 laukur
  • 4 hvítlauksrif, marin
  • 240 ml sterkt kaffi
  • 60 ml balsamik edik
  • 55 g púðursykur
  • 60 ml dijon sinnep
  • 3 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Steikið lauk og hvítlauk upp úr smöri eða olíu þar til laukurinn verður mjúkur. Setjið í skál.
  2. Bætið kaffinu saman við ásamt balsamik ediki, púðursykri, sinnepi, ólífuolíu, salti og pipar.
  3. Leggið kjötið eða fiskinn í marineringuna og látið standa inn í ísskáp í að minnsta kosti eina klukkustund áður en kjötið er eldað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert