Marineraður lax með dressingu

Yndisaukandi laxréttur með bökuðu grænmeti og hvítlauksdressingu.
Yndisaukandi laxréttur með bökuðu grænmeti og hvítlauksdressingu. mbl.is/Femina.dk_Nina Malling

Hvernig hljómar hunangs-sojamarinering á laxinn sem borinn er fram með hvítlauksdressingu og bökuðu salati? Við erum í það minnsta til í að prófa, því það er ekkert í þessari uppskrift sem ekki er auðvelt að elska.

Marineraður lax með dressingu (fyrir 4)

  • Sirka 800 g lax

Marinering:

  • 3 msk. kikkoman-sojasósa
  • 2 msk. hunang
  • Safi og rifinn börkur úr ½ sítrónu

Bakað salat:

  • 1 kg gulrætur
  • 1 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar
  • 2 dl grænar linsubaunir

Hvítlauksdressing:

  • 1 stórt hvítlauksrif
  • 1 dl hrein jógúrt
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 tsk. hunang
  • Safi og rifinn börkur úr ½ sítrónu
  • Salt og pipar

Annað:

  • 50 g möndlur
  • Handfyllli fersk steinselja

Aðferð:

Marinering:

  1. Blandið sojasósu, hunangi, rifnum sítrónuberki og ferskum sítrónusafa í skál.
  2. Leggið laxinn með roðið niður á við í smurt eldfast mót og makið marineringunni yfir laxinn. Setjið í kæli í minnsta kosti 30 mínútur og allt upp í 24 tíma.

Bakað salat:

  1. Hitið ofninn í 175°C.
  2. Skrælið gulræturnar og skerið í grófar skífur. Veltið þeim upp úr olíu og dreifið á bökunarpappír á bökunarplötu. Kryddið með salti og pipar og bakið í 30 mínútur þar til mjúkar.
  3. Sjóðið linsubaunirnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

Hvítlauksdressing:

  1. Pressið hvítlaukinn og blandið öllum hráefnum saman í dressingu.

Samsetning:

  1. Bakið laxinn í ofni í 10 mínútur. Takið fatið út og penslið aftur yfir með marineringunni á botninum á fatinu. Bakið áfram í ofni í 10 mínútur.
  2. Blandið saman linsubaununum við gulræturnar og hellið dressingu yfir.
  3. Ristið möndlurnar létt á þurri pönnu og saxið gróflega.
  4. Dreifið ristuðum möndlum og saxaðri steinselju yfir salatið og laxinn og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert