Heimagerð chilisósa

Heimagerð chilisósa verður ekki betri en þessi hér.
Heimagerð chilisósa verður ekki betri en þessi hér. mbl.is/Colourbox

Sósuna sem þú munt elska út á flestallan mat er hér að finna. Heimagerð chilisósa er auðveld í framkvæmd og dásamleg sem marinering eða sem dressing út á þann mat sem þarf aðeins að krydda. 

Til að finna út hversu sterka sósu þú vilt gera – þá er gott að miða sig við eftirfarandi:
Sterk sósa: Notið 80/20 af sterku vs. mildu chili
Miðlungssterk sósa: Notið 60/40 af sterku vs. mildu chili
Mild sósa: Notið 10/90 af sterku vs. mildu chili

Heimagerð chilisósa

  • 10 blönduð chili
  • 8 cherry tómatar
  • 1 laukur
  • ½ msk. sykur
  • ½ dl rapsolía
  • 1 tsk. salt
  • ½ dl eplasíderedik

Aðferð:

  1. Saxið chili smátt. Skerið tómata, lauk og hvítlauk í lita bita og setjið í blandara ásamt chilíinu.
  2. Bætið restinni af hráefnunum út í og blandið vel saman.
  3. Hellið blöndunni í pott og látið malla í 20 mínútur. Smakkið til.
  4. Hellið sósunni í flösku eða annað lokað ílát og geymið í kæli. Sósan geymist í allt að mánuð í ísskáp.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert