Sjáið fallegasta kokteilbar Kaupmannahafnar

Blush er nafnið á nýjasta kokteilbar Kaupmannahafnar.
Blush er nafnið á nýjasta kokteilbar Kaupmannahafnar. mbl.is/© Sahel Hamdam

Dandy er tveggja hæða klúbbur með betri stofu í miðri Kaupmannahöfn. Klúbburinn hefur tekið heilmiklum stakkaskiptum hér yfir sumarið og hefur nú verið skipt í tvennt. Á fyrstu hæðinni hefur einn flottasti kokteilbar bæjarins verið opnaður og ber nafnið Blush.

Blush er allt annað en venjulegur kokteilbar eins og við erum vön. Þú færð stemninguna um leið og þú gengur inn um dyrnar með djörfu litavali og geggjuðum innréttingum. Þú finnur á þér án þess að smakka á drykk! 

Að sögn eiganda staðarins, Jeremys Salomons, voru þeir undir frönskum áhrifum er kom að því að innrétta staðinn  sem ber skrautlista, spegla í loftum, bleika veggi og innréttingar. Hér má finna Gucci-veggfóður á baðherbergjum og handmálaða vaska. Blush er staðurinn sem tekur þig aftur til 1980, þegar stemningin var „Miami, pálmatré og litir“. Jeremy heldur því einnig fram að þetta sé staðurinn fyrir þá sem ekki eru virkir í skemmtanalífinu og vilja frábæra upplifun á einu kvöldi.

Fyrir utan að staðurinn sker sig úr hvað hönnun varðar eru kokteilarnir víst alveg til fyrirmyndar.

Stemingin er ólýsanleg á Blush.
Stemingin er ólýsanleg á Blush. mbl.is/© Sahel Hamdam
Djarft litaval og innréttingar einkenna staðinn.
Djarft litaval og innréttingar einkenna staðinn. mbl.is/© Sahel Hamdam
Það er ekki bara staðurinn sjálfur sem fær toppeinkunn - …
Það er ekki bara staðurinn sjálfur sem fær toppeinkunn - heldur kokteilarnir líka. mbl.is/© Sahel Hamdam
Það var ekkert til sparað þegar Blush var standsettur.
Það var ekkert til sparað þegar Blush var standsettur. mbl.is/© Sahel Hamdam
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert