Sælkerafiskréttur sem tikkar í öll box

Girnilegur þorskur, vafinn inn í parmaskinku með bökuðu grænmeti.
Girnilegur þorskur, vafinn inn í parmaskinku með bökuðu grænmeti. mbl.is/Columbus Leth

Það krefst ekki mikillar fyrirhafnar að elda nýjan fisk og því upplagt að græja það á annasömum dögum. Þessi uppskrift er einmitt þannig – fljótleg og góð. Hér bjóðum við upp á bakaðan þorsk, vafinn inn í parmaskinku með kúrbít og tómötum.

Ferskur og fljótlegur fiskréttur

  • 600 g þorskur
  • 4 sneiðar af parmaskinku 
  • 400 g kúrbítur
  • 300 g litlir tómatar (blandaðir litir)
  • 1 rauðlaukur
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 tsk. þurrkað timían
  • 1 tsk. þurrkað oregano
  • Salt og pipar
  • 1 dl grænmetiskraftur

Annað:

  • 400 g ferskt pasta
  • Steinselja

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 200°C.
  2. Skerið kúrbítinn í þykkar sneiðar og í fjóra hluta. Skerið tómata og lauk í báta. Veltið grænmetinu upp úr olíu og kryddið með timían, oregano, salti og pipar. Setjið í eldfast mót og hellið grænmetiskraftinum í botninn á fatinu. Setjið inn í ofn í 10 mínútur.
  3. Skiptið þorskinum upp í fjóra bita og kryddið með salti og pipar. Vefjið einni skinkusneið utan um hvert stykki.
  4. Takið fatið úr ofninum og raðið fiskinum ofan á grænmetið og setjið aftur inn í ofn í 15 mínútur. Eða þar til skinkan er orðin stökk og fiskurinn tilbúinn.
  5. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  6. Saxið steinselju og stráið yfir fiskréttinn og berið fram með fersku pasta.
Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert