Hversdagsréttur af bestu gerð

Léttur réttur í miðri viku er akkúrat það sem við …
Léttur réttur í miðri viku er akkúrat það sem við viljum. mbl.is/Winnie Methmann

Hversdagsmatur með fersku hráefni er eitthvað sem við sláum ekki hendinni á móti. Steikt hrísgrjón með grænmeti og eggjum er hin fullkomna máltíð sem mun engan svíkja.

Hversdagsréttur af bestu gerð

  • 300 g hrísgrjón (hér er tilvalið að nota hrísgrjón frá deginum áður)
  • 1 laukur
  • 2 stór hvítlauksrif
  • 2 msk sesamolía
  • 3 stórar gulrætur
  • 3 vorlaukar
  • 2 dl frosnar grænar baunir
  • 2 msk. soja sósa
  • 1 msk. ostrusósa
  • ½ lime
  • 4 egg
  • Kóríander

Aðferð:

  1. Sjóðið hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum og látið kólna eða notið frá deginum áður.
  2. Hakkið laukinn smátt. Pressið hvítlaukinn og steikið lauk og hvítlauk upp úr sesamolíu á wokpönnu.
  3. Skrælið gulræturnar og skerið í þunnar skífur.
  4. Hreinsið vorlaukinn og skerið í skífur. Bætið gulrótum og vorlauk út í og bætið við hrísgrjónum og frosnum baunum. Hitið vel í gegn.
  5. Bætið sojasósu, ostrusósu og limesafa út á pönnuna og steikið hrísgrjónin þar til þau verða gyllt.
  6. Pískið eggin saman í skál. Ýtið hrísgrjónunum til hliðar á pönnunni og steikið eggin – hrærið í eggjunum á pönnunni.
  7. Blandið eggjunum saman við hrísgrjónablönduna og berið fram með kóríander.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert