Pavlova sem smakkast eins og jólin

Á borðið með þessa girnilegu pavlovu - takk!
Á borðið með þessa girnilegu pavlovu - takk! mbl.is/isabellas.dk

Spilakvöld með vinum eða bröns með fjölskyldunni – þá er þessi pavlova alltaf á boðstólnum. Hún er svo dásamlega falleg á að líta og svo bragðast hún eins og jólin sjálf. Það er alveg öruggt að þú munt vilja gera þessa aftur og aftur.

Pavlova sem smakkast eins og jólin

  • 6 eggjahvítur við stofuhita
  • 375 g sykur
  • 1½ tsk. kanill
  • 2 msk. maíssterkja
  • 2 tsk. hvítvínsedik

Möndlukrem:

  • 2 eggjarauður
  • 3 msk. flórsykur
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 2 dl rjómi
  • Um 85 g möndlur

Skraut:

  • 600 g ferskar fíkjur
  • 25 g pistasíuhnetur

Aðferð:

 

Marengsbotn:

  1. Stífþeytið eggjahvítur í skál. Bætið við sykrinum smátt og smátt út í og haldið áfram að þeyta. Skafið hliðarnar á skálinni og gangið úr skugga um að sykurinn sé allur þeyttur með. Bætið þá kanil út í og pískið áfram í 10 mínútur.
  2. Blandið maíssterkjunni við edik í litla skál. Hellið blöndunni i marengsinn og pískið í 30 sekúndur.
  3. Hitið ofninn í 150°.
  4. Teiknið hring, 20 cm, á bökunarpappír og snúið svo pappírnum við svo þú fáir ekki blek í kökuna þína. Leggið bökunarpappír á bökunarplötu og mótið hring úr marengsinum.
  5. Setjið plötuna í ofninn og lækkið hitann í 120° - bakið í 1 klukkustund.
  6. Slökkvið á ofninum og leyfið botninum að kólna inni í ofni án þess að opna ofninn.

Möndlukrem:

  1. Pískið eggjarauðurnar með flórsykri og vanillusykri þar til allt verður létt í sér.
  2. Pískið rjómann í annarri skál.
  3. Hakkið möndlurnar gróflega.
  4. Blandið eggjablöndunni, möndlunum og rjómanum saman og smyrjið yfir marengsbotninn.

Skraut:

  1. Skerið fíkjurnar í fjóra hluta og leggið ofan á kremið.
  2. Dreifið pistasíuhnetunum yfir og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert