Besti steikti fiskur í heimi

mbl.is/María Gomez

Til er það hráefni sem ekki margir þekkja en er þeim eiginleikum bundið að allt sem það kemur nálægt verður umtalsvert betra. Þá ekki síst steiktur matur eins og í þessu tilfelli þar sem steiktur fiskur er tekinn upp á næsta stig og gott betur.

Við erum að talal um panko rasp - ekki paxo - en hægt er að fá það nokkuð víða. Þessi uppskrift kemur frá Maríu Gomez á Paz.is og segir hún að þessi uppskrift njóti gríðarlegra vinsælda á hennar heimili.

„Mér finnst steiktur fiskur mjög oft vera stökkur rétt fyrst eftir steikingu en verða síðan fljótt linur. En þessi hér er sko ekki þannig !! Hann helst stökkur í langan tíma eftir steikingu og oft hafa krakkarnir borðað afgangana af honum kalda, haldandi á heilu stykki í hendinni sem þau elska að dýfa í tómatssósu. Mér hins vegar finnst hann rosa góður með púrrulauksjógúrtsósu og Sriracha sósu (ekki blandað saman, heldur hlið við hlið á disknum).“

Matarblogg Maríu er hægt að nálgast HÉR.

Besti steikti fiskur í heimi

  • 800 gr -1 kg ýsa
  • 1 dl hveiti
  • 2 egg
  • 1 bolli panko rasp
  • 1 bolli rifinn ferskur parmesan (kaupið heilt stykki og rífið sjálf niður ekki kaupa rifinn í dollu)
  • Salt
  • Lime pepper frá Santa María (fæst í bónus) má sleppa en gerir rosa gott

Sósa: 

  • 1 bolli grísk jógúrt
  • 1 msk hlynsíróp eða agave
  • 1/2 pakki Toro púrrulaukssúpa eða meira…..smakkið og notið súpuna eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið fiskinn í sneiðar og leggið á eldhúspappír til að ná mesta raka úr.
  2. Setjið hveiti á einn disk, egg á annan og panko blandað með parmesan á þriðja.
  3. Saltið egginn með 1/4 til 1/2 tsk salti og piprið með lime pepper og hrærið vel.
  4. Byrjið á að velta fiskinum upp úr hveitinu og hristið allt umframhveiti af.
  5. Veltið næst upp úr eggjunum og hristið umframegg af.
  6. Veltið svo síðast upp úr Panko parmesan blöndunni.
  7. Raðið stykkjunum á disk við hlið hvor annars, en ekki ofan á hvort annað, og hitið góða olíu á pönnu (ég notaði isio 4).
  8. Steikið svo fiskinn á pönnuni í vel heitri olíunni þar til hann er orðin gylltur og fagur
  9. Þegar hann er tekinn af pönnunni er gott að leggja hann á disk með eldhúspappa á til að olían leki í pappann.
mbl.is/María Gomez
mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert