Heimagert baðsalt sem toppar allt

Það er fátt notalegra en bað með ilmandi baðsalti, hvað …
Það er fátt notalegra en bað með ilmandi baðsalti, hvað þá þegar baðsaltið er heimagert. mbl.is/Rikke Bjurstrøm

Það er fátt meira nærandi en að gefa sér tíma fyrir heitt og gott bað og hvað þá með ilmandi baðsalti. Þú þarft ekki að fara út í búð og kaupa það dýrum dómum þegar þú getur búið það til í eldhúsinu heima.

Heimagert baðsalt

  • Gróft sjávarsalt
  • 1 stór skál
  • Matarlitur
  • Ilmkjarnaolía, t.d. appelsínu, lavander eða piparmyntu

Aðferð:

  1. Heltu saltinu í skál og bættu við matarlit. Hrærið vel svo að liturinn dreifist jafnt um saltið.
  2. Bætið við ilmkjarnaolíu, a.m.k. 5 dropar á móti hverjum dl af salti.
  3. Setjið baðsaltið í loftþétta krukku og leyfið blöndunni að taka sig í 2-3 daga, þar til ilmkjarnaolían hefur blandast vel við saltið. Eftir það getur baðsaltið staðið í opnu íláti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert