„Axli ábyrgð á sinnuleysinu“

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Hann hóf að þrýsta á …
Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Hann hóf að þrýsta á stjórnvöld fyrir mánuði síðan þegar ljóst var í hvað stefndi í Grenlæk. Ljósmynd/Aðsend

Tveir starfsmenn Hafrannsóknastofnunar fóru austur að Grenlæk í síðustu viku til að meta stöðu mála þar sem lækurinn hefur þornað upp á löngum kafla með miklum dauða á sjóbirtingi í þessari náttúruperlu sem lækurinn er. Guðni Guðbergsson, sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, segir í samtali við Sporðaköst að þegar ljóst var fyrir um mánuði síðan í hvað stefndi hafi hann farið að ýta á þau ráðuneyti sem voru með málið á sinni dagskrá.

Ég fór að ýta á ráðuneytin, forsætis–, umhverfis– og matvælaráðuneyti fyrir meira en mánuði þegar ljóst var í hvað stefndi. En hef fengið lítil viðbrögð. Okkar menn, Magnús og Benóný, fóru austur á fimmtudaginn til að skoða aðstæður. Það er hörmulegt að þetta skuli gerast enn einu sinni og mikilvægt að þeir sem bera ábyrgð á sinnuleysi taki hana.“

Ráðuneytin sem Guðni vitnar til áttu fulltrúa í samstarfsnefnd um málið undir forystu forsætisráðuneytisins. Búið að var að gera áætlun um vöktun rennslis og rennslisstýringar. Guðni segir að í kjölfarið hafi lítið gerst og megi rekja það að hluta til mannabreytinga, bæði í ráðuneytum og einnig hjá Skaftárhreppi. Hann þrýsti á stjórnvöld vegna stöðunnar en án árangurs.

Sjóbirtingshræ skipta hundruðum í uppþornuðum farveg þar sem Grenlækur rann.
Sjóbirtingshræ skipta hundruðum í uppþornuðum farveg þar sem Grenlækur rann. Ljósmynd/Maros Zatko

Myndband sem Sporðaköst birtu í gær ásamt myndböndum sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sýna hversu mikið tjónið er. Hundruð sjóbirtinga hafa drepist. Þegar Guðni er spurður um umfangið svarar hann.

„Það er vatnslaust ofan Stórafoss, fyrir utan nokkra smá hylji. Dauðir fiskar og hrygning síðasta árs farinn forgörðum líkt og seiði síðustu 2-3 ára. Í fyrri skipti vatnsleysis hefur stór hluti fullorðinna fiska náð að ganga til sjávar og stytta áhrifatímann. Nú virðist vera meira af dauðum fiskum.“

Eins og kemur fram hjá Guðna hér að ofan þá virðist sem ábendingar og þrýstingur frá Hafrannsóknastofnun hafi ekki skilað sér í athöfnum hjá þeim ráðuneytum sem með málið fara. Forvitnilegt verður að sjá hverjir bera ábyrgðina, hvort þeir axli hana og hvernig verður komið í veg fyrir að þetta endurtaki sig og ekki síður hvaða mótvægisaðgerðir er hægt að fara í.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert