Allt á einum stað

GKS tók þátt í Verk og vit sýningunni og sýningarsvæði …
GKS tók þátt í Verk og vit sýningunni og sýningarsvæði þeirra vakti sérstaklega mikla athygli. Ljósmynd/Aðsend

„Sérstaða GKS er fólgin í mikilli breidd í vöruúrvali sem og að bjóða upp á mikil gæði á hagstæðu verði. Það er margt í boði hjá okkur og við leggjum áherslu á að hjá okkur sé heill heimur af hugmyndum,“ segir Hanna Lísa Rafnsdóttir, hönnuður hjá GKS. „Það skiptir miklu máli að bjóða upp á ferskar lausnir og vera alltaf með puttann á púlsinum. Við vitum fátt skemmtilegra en að taka á móti fólki og sýna það sem við höfum upp á að bjóða. Hvert verkefni er heimur út af fyrir sig og okkur finnst gaman að taka þátt í nýjum verkefnum sem fela í sér nýjar áskoranir.

Hjá okkur er hægt að kaupa alla heildarlausnina í stað þess að fara á marga staði. Það eru margir sem tengja okkur einungis við innréttingar en við erum nú komin með mun breiðara vöruúrval eins og eldhústæki, eldhúsvaska og borðplötur. Við viljum svo sannarlega vera með allt á einum stað fyrir kúnnana okkar og leggjum mikið upp úr því.“ 

Hjá GKS er hægt að kaupa alla heildarlausnina í stað …
Hjá GKS er hægt að kaupa alla heildarlausnina í stað þess að fara á marga staði. Ljósmynd/Aðsend

Mikill áhugi á Verk og vit

GKS tók í fyrsta skipti þátt í Verk og vit sýningunni sem haldin var nýverið og Hanna Lísa talar um að það hafi heppnast mjög vel í alla staði. „Það er mikill hagur fyrir GKS að taka þátt í sýningunni þar sem það var fjölbreyttur hópur fólks sem kom á sýninguna. Á sýningunni kynntum við okkar vörur og þjónustu og það var gaman hversu mikla athygli sýningarsvæðið okkar fékk.

Við fengum mikinn fjölda gesta í heimsókn og fundum að það var mikill áhugi hjá mörgum á því sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Hanna Lísa og bætir við að það hafi verið sérstaklega skemmtilegt að geta sýnt ýmsar nýjungar á þessum vettvangi.

„Við lögðum einmitt af stað í þessa vegferð á sýningunni til að kynna margar spennandi nýjungar sem við erum að bjóða, til að mynda nýjustu tegundina af BORA helluborði auk þess sem við kynntum ný efni og útfærslur í innréttingum í eldhúsum, fataskápum sem og innihurðir.“ 

Sérstaða GKS er fólgin í mikilli breidd í vöruúrvali sem …
Sérstaða GKS er fólgin í mikilli breidd í vöruúrvali sem og að bjóða upp á mikil gæði á hagstæðu verði. Ljósmynd/Aðsend

Mikil þekking og reynsla

GKS er rótgróið fyrirtæki sem varð til með samruna fjögurra fyrirtækja en elsta fyrirtækið úr þeim samruna var Gamla kompaníið sem var stofnað árið 1908. Hanna Lísa talar um að fyrirtækið byggi því á traustum grunni og búi yfir mikilli þekkingu og reynslu starfsfólks. „GKS hefur verið leiðandi fyrirtæki á íslenskum innréttingamarkaði í áraraðir og við bjóðum heildarþjónustu til verktaka og einstaklinga. Mikil áhersla er lögð á faglega og vandaða þjónustu og boðið er upp á lausnir sem miðaðar eru við þarfir viðskiptavina.

Til að nefna dæmi um breidd í vöruúrvali þá eru í boði umhverfis- og gæðavottaðar innréttingar frá þýska framleiðandanum Nobilia og einnig sérsmíðaðar innréttingar sem framleiddar eru í trésmiðju GKS. Verkefnin sem við getum tekið að okkur eru því mjög fjölbreytt og má þar nefna innréttingar fyrir heimili og stærri tilboðsverk fyrir íbúðablokkir, hótel, skóla, stofnanir og skrifstofuhúsnæði,“ segir Hanna Lísa og bætir við að aukið hafi töluvert við vöruúrval og þjónustu GKS á undanförnum árum.

 „Á hverju ári koma ný efni, litir og útfærslur inn á markaðinn og hjá okkur má finna nýjustu strauma í eldhúsinnréttingum, eldhústækjum, fataskápum og innihurðum. Þar er margt áhugavert í boði. Við erum til dæmis með yfir 70 mismunandi útlit á forstykkjum á innréttingum frá Nobilia, hátt í 60 mismunandi útlit á borðplötuefnum, mörg helluborðum með innbyggðri viftu frá BORA, fataskápa með alls konar skemmtilegum lausnum og flottar og vandaðar innihurðir frá Westag ásamt því að framleiða fataskápa, innihurðir auk þess að sérsmíða fyrir allsskonar verkefni.“

Á hverju ári koma ný efni, litir og útfærslur hjá …
Á hverju ári koma ný efni, litir og útfærslur hjá GKS og þar má finna nýjustu strauma í eldhúsinnréttingum, eldhústækjum, fataskápum og innihurðum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert