Traust og öruggt netsamband á fyrsta heimilinu

„Með nettengingu hjá Símanum fylgir til að mynda WiFi magnari …
„Með nettengingu hjá Símanum fylgir til að mynda WiFi magnari til að tryggja samband um allt heimilið,“ segir Lárus Gunnarsson, leiðtogi einstaklingssölu hjá Símanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 „Það er um mikið að hugsa þegar fólk byrjar að búa í fyrsta sinn, hvort sem það er í leiguhúsnæði eða í eigin húsnæði og eins er það mjög kostnaðarsamt.

Við viljum vera fyrsta val fólks sem er að byrja að búa og bjóðum því upp á internet á lægra verði fyrstu fjóra mánuðina auk þess sem tæknimaður kemur í heimsókn til að taka út heimilið,“ segir Lárus Gunnarsson, leiðtogi einstaklingssölu hjá Símanum. „Tæknimaðurinn sér um að tengja allt og tryggja að það sé gott netsamband alls staðar á nýju heimili.“

Síminn sér um þetta

Lárus talar um að þeir sem eru að byrja að búa í fyrsta skipti séu krefjandi hópur og Síminn vilji senda sína bestu tæknimenn heim til þeirra til að tryggja gott netsamband.

„Það er um nóg annað að hugsa á svona tíma og við viljum að okkar viðskiptavinir þurfi ekkert að pæla í þessu, við sjáum um þetta fyrir fólk.

Oft er það nefnilega þannig að internetið er það síðasta sem fólk hugsar um í flutningum en það fyrsta sem fólk þarfnast þegar búið er að flytja.“

Síminn býður þeim sem eru að byrja að búa upp …
Síminn býður þeim sem eru að byrja að búa upp á internet á sérkjörum fyrstu fjóra mánuðina sem og að fá tæknimann að kostnaðarlausu heim til sín til að tryggja að gott netsamband sé á heimilinu. Ljósmynd/Aðsend

Gæði, traust og góð tenging

Fyrstu fjóra mánuðina greiða þeir sem eru að byrja að búa einungis 8.780 krónur fyrir netáskrift og eftir það tekur sjálfkrafa við fullt verð sem er 11.900 krónur. Lárus talar um að almennt leggi Síminn metnað sinn í því að bjóða upp á góða þjónustu.

„Hjá Símanum áttu ekki að vera í vandræðum með netið heima hjá þér og það fylgja alls kyns lausnir með okkar nettengingu, til að mynda WiFi magnari til að tryggja samband um allt heimilið. Þú gengur því að traustu og góðu sambandi vísu,“ segir Lárus og vísar þar með í viðskiptasambandið sem og vitanlega internet-tengingu.

„Svo bjóðum við upp á rúman opnunartíma í þjónustu þannig að ef eitthvað kemur upp á þá erum við snögg að bregðast við. Ég held að flest vilji hafa fjarskiptin sín þannig að það þurfi ekki að pæla í þeim og við reynum að gefa fólki það, bæði að reikningurinn sé réttur og að hlutirnir virki.

Við leitum líka stöðugt nýrra leiða til að búa til meira virði fyrir okkar viðskiptavini og sem dæmi er fullt af vildartilboðum fyrir okkar viðskiptavini í Síminn Pay appinu. Þetta eru tilboð í alls kyns afþreyingu sem og afsláttur á veitingastöðum sem heillar oft yngra fólk.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert