Þuríður endurkjörin formaður

Þuríður B. Ægisdóttir.
Þuríður B. Ægisdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Þuríður B. Ægisdóttir var endurkjörin sem formaður Ökukennarafélags Íslands á ársþingi um síðustu helgi.

Tveir voru í framboði, þ.e. Þuríður og Þórður Bogason en Reginn Þórarinsson dró framboð sitt til baka.

Þuríður var endurkjörin með afgerandi kosningu, að því er segir í tilkynningu. Hún var fyrsta konan til að hljóta kosningu sem formaður í félaginu fyrir tveimur árum síðan.

Ökukennarafélag Íslands var stofnað 22. nóvember 1946 og er fagfélag ökukennara.

Stjórn félagsins er nú skipuð þannig að þingi loknu:

Þuríður B. Ægisdóttir formaður, í aðalstjórn: Gunnsteinn Sigfússon, Jóhannes Högnason, Kristinn Bárðarson, Stefanía Guðjónsdóttir, Valur Örn Arnarson og Þorsteinn S. Karlsson. Í varastjórn félagsins eru: Frímann Ólafsson, Guðbrandur Bogason og Steindór Tryggvason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka