Myndir: Reynir við heimsmet í Hlíðarfjalli í dag

Japanskur skíðastökkvari reynir við heimsmet í Hlíðarfjalli í dag.
Japanskur skíðastökkvari reynir við heimsmet í Hlíðarfjalli í dag. mbl.is/Þorgeir

Í dag reynir japanskur skíðastökkvari við heimsmet í Hlíðarfjalli í samstarfi við drykkjarvöruframleiðandann Red Bull.

Heimsmetið í skíðastökki er 253,3 metrar en mun hann reyna að stökkva yfir 300 metra. Heimildir mbl.is herma að maðurinn muni stökkva nokkrum sinnum í dag, en ljósmyndari mbl.is náði myndum af einni tilraun hans.

Japanski skíðastökkvarinn Ryōyū Kobayashi er eini japanski karlmaðurinn með samning við Red Bull í skíðastökki og því ekki ólíklegt að um hann sé að ræða. Hann er margverðlaunaður skíðastökkvari sem og heimsmeistari.

Vísir greindi fyrst frá. 

mbl.is/Þorgeir
Ef vel er að gáð má sjá manninn svífandi yfir …
Ef vel er að gáð má sjá manninn svífandi yfir brekkunni. mbl.is/Þorgeir
Þarna er hann neðst í brekkunni eftir eina tilraun sína.
Þarna er hann neðst í brekkunni eftir eina tilraun sína. mbl.is/Þorgeir

Mikil leynd ríkir um gang mála

Mikil leynd ríkir yfir þessu öllu saman og erfitt reynist að fá upplýsingar um gang mála. Á næstu dögum verður kynnt hvort heimsmetið hafi verið slegið, að því er heimildir mbl.is herma.

Red Bull er þekkt fyrir að markaðssetja orkudrykkinn sinn með því að fá ofurhuga til að sýna færni sína í jaðaríþróttum og útivist með hinum ýmsu áhættuatriðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka