Bubbi: Reynsla Katrínar ómetanleg

„Að hafa forseta á Bessastöðum með alla þá reynslu sem …
„Að hafa forseta á Bessastöðum með alla þá reynslu sem Katrín Jakobsdóttir hefur er ómetanlegt,“ skrifar Bubbi. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Ásbjörn Morthens, betur þekktur sem Bubbi, fer fögrum orðum um Katrínu Jakobsdóttur, forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forsætisráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir Katrínu hafa allt sem góðan forseta megi prýða, hvort sem það séu gáfur eða þekking á pólitískum innviðum.

Þá hafi Katrín sinnt embætti forsætisráðherra frábærlega þegar válegir tímar skullu á, nefnir hann bæði Covid-tímann og eldsumbrotin á Reykjanesskaga.

„Við skulum tala íslensku. Hún er frábær í samskiptum og kann þá list öðrum betur að miðla ólíkum stefnum og sætta ólík sjónarmið. Hún er gríðarlega vel kynnt úti í heimi og eins og heimsástandið er þá þurfum við líka forseta sem þekkir lykilfólk í Evrópu persónulega,“ skrifar Bubbi og heldur áfram:

„Að hafa forseta á Bessastöðum með alla þá reynslu sem Katrín Jakobsdóttir hefur er ómetanlegt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert