Hálka og krapi á vegum sunnanlands

Hálka og krapi hefur myndast á vegum á sunnanverðu landinu …
Hálka og krapi hefur myndast á vegum á sunnanverðu landinu en snjóað hefur talsvert í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Talsvert hefur snjóað á sunnanverðu landinu í kvöld og varar Vegagerðin við því að hálka og krapi hafi myndast á mörgum leiðum.

Ökumenn sem eru komnir á sumardekk eru sérstaklega hvattir til að aka varlega en fram kemur á umferdin.is að það sé krapi og snjókoma á Hellisheiði og í Þrengslum, hálka á Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði og snjóþekja er á Kjósarskarðsvegi.

Þæfingsfærð og skafrenningur er á Fróðárheiði en hálkublettir og éljagangur nokkuð víða á Snæfellsnesi. Einnig er snjóþekja og éljagangur á Vatnaleið, Holtavöðuheiði og Bröttubrekku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert