Bíða vorsins hjá Landsvirkjun

Yfirborð Hálslóns er 15 metrum lægra en á sama tíma …
Yfirborð Hálslóns er 15 metrum lægra en á sama tíma í fyrra. mbl.is/RAX

Almennt er snjóstaða á vatnasviðum Landsvirkjunar á hálendi Íslands við eða yfir miðgildi þeirra ára sem notuð eru til samanburðar, þ.e. tímabilið 1990-2020. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar.

Eins og fram kom í frétt í blaðinu síðastliðinn föstudag á Landsvirkjun ekki annarra kosta völ en að skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón fyrirtækisins.

Skerðingar á afhendingu raforku sunnanlands standa hugsanlega út maí og fram í miðjan júní norðaustanlands.

Spár gera almennt ráð fyrir fremur svölu veðri næstu vikurnar svo ekki er að vænta að vorrennsli taki við sér fyrr en líður á aprílmánuð. Gera má ráð fyrir að innrennsli til lóna og miðlana verði yfir meðaltali í vor en svo mun jökulleysing taka við.

„Núna er ómögulegt að segja til um ákefð sumarleysingar jökla en ljóst er að allir bíða spenntir eftir vorinu,“ segir Ragnhildur.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert