Mál móðurinnar komið til ákærusviðs

Konan sem er í haldi í tengslum við andlát sex …
Konan sem er í haldi í tengslum við andlát sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúar er grunuð um að hafa ráðið syni sínum bana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Konan sem er í haldi í tengslum við andlát sex ára  drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúar er grunuð um að hafa ráðið syni sínum bana.

Þetta staðfestir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar, við mbl.is.

„Þetta mál er farið frá okkur til ákærusviðs og er svo á leiðinni til héraðssaksóknara,“ segir Eiríkur við mbl.is en konan hefur setið í gæsluvarðhaldi sem rennur út síðar í þessum mánuði.

Konan, sem er fimmtug og er af erlendum uppruna, bjó á Nýbýlavegi ásamt tveimur börnum sínum. Faðir barnanna býr einnig á Íslandi en er búsettur annars staðar. Þau njóta alþjóðlegrar verndar á Íslandi en þau hafa verið búsett á Íslandi á fjórða ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert