Háværar raddir sem töluðu gegn sameiningu

Kjartan Kjartansson og Páll Ketilsson eru gestir í Hringferðarhlaðvarpi Morgunblaðsins.
Kjartan Kjartansson og Páll Ketilsson eru gestir í Hringferðarhlaðvarpi Morgunblaðsins. mbl.is/Brynjólfur Löve

„Ef þú ert Keflvíkingur ferðu ekkert út í Njarðvík og ef þú ert Njarðvíkingur ferðu ekkert út í Keflavík,“ segir Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um þann hrepparíg sem ríkti er sameina átti Keflavík, Njarðvík og Hafnir í það sveitarfélag sem Kjartan nú stýrir.  

Kjartan var í bæjarpólitíkinni þegar sameiningin átti sér stað, 11. júní árið 1994. 

„Vinur minn og fráfarandi bæjarstjóri nýlátinn Ellert heitinn Eiríksson, sem var bæjarstóri á þeim tíma, hann talaði alltaf um það, ég var í bæjarstjórn hér á þessum tíma, hann talaði alltaf um það að þetta tæki þrjár, að minnsta kosti sagði Ellert heitinn, að minnsta kostið þrjár kynslóðir að ganga í gegn. Ég held það sé rétt hjá honum. Það voru háværar raddir sem töluðu gegn sameiningu, bæði þegar hún átti sér stað og nokkur ár á eftir. Nú heyrir maður það ekki,“ segir Kjartan í Hringferðarhlaðvarpi Morgunblaðsins. 

Æskuvinirnir Kjartan og Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, eru gestir hlaðvarpsins þessa vikuna. 

Þátt­ur­inn er aðgengi­leg­ur á Spotify og í spil­ar­an­um hér að neðan.


 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert