Orkumál sögð í öngstræti

Fuglafriðland við Héraðsvötn.
Fuglafriðland við Héraðsvötn. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir hægagang í meðferð virkjunarkosta í rammaáætlun kalla á endurmat.

Tilefnið er að verkefnastjórn rammaáætlunar hefur kynnt drög að tillögum um mat á fimm virkjunarkostum. Þ.m.t. á Héraðsvötnum sem lagt er til að fari í verndarflokk.

„Þetta dregur fram í hversu miklu öngstræti rammaáætlunarferlið er og hversu ónýtt þetta verkfæri, sem átti að vera grundvöllur sátta, er orðið. Að mínu mati verður þingið að íhuga alvarlega að setja sérlög um tiltekna virkjunarkosti til að komast áfram með nauðsynlega aukna framleiðslu á grænni orku. Sérlög um Hvammsvirkjun væru þar fremst í röðinni.“

Óheppilegt í orkuskorti

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, harmar að virkjun í Héraðsvötnum hafi verið slegin út af borðinu, ekki síst í ljósi stöðunnar á Reykjanesi og orkuskorts á landinu.

Jón Geir Pétursson, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar, segir að í hönd fari tveggja vikna umsagnarferli til 17. desember.

Hún muni taka sér þann tíma sem þarf til að fara yfir ábendingar og athugasemdir í fyrri hluta umsagnarferlisins og síðan hefjist seinna ferlið sem taki 12 vikur. Það muni skýrast hvenær 12 vikna ferlið hefst en það ráðist af því hversu lengi stjórnin verður að vinna úr ábendingum og athugasemdum í fyrri hluta ferlisins

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert