Jarðskjálfti við Grímsvötn

Tveir skjálftar hafa orðið í Vatnajökli á þessum sólarhring, 3,1 …
Tveir skjálftar hafa orðið í Vatnajökli á þessum sólarhring, 3,1 og 2,8 að stærð. Kort/Map.is

Skjálfti af stærðinni 2,8 reið yfir við Grímsvötn á sjöunda tímanum í kvöld. 

Þetta er annar skjálftinn sem mælist í Vatnajökli þennan sólarhringinn en 3,1 stiga skjálfti varð við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. 

Skjálftinn við Grímsvötn átti upptök sín 3,1 norðnorðaustur af Grímsfjalli og varð hann klukkan 18.11. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert