Óvenjuhá rafleiðni í Múlakvísl

Við Múlakvísl 30. júní síðastliðinn.
Við Múlakvísl 30. júní síðastliðinn. mbl.is/Jónas Erlendsson

Mælingar sýna aukna rafleiðni í Múlakvísl sem er nú óvenjuhá miðað við árstíma. Gasmælir á Láguhvolum mælir jarðhitagas á svæðinu. 

Þetta kemur fram í athugasemdum sérfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 

Þar segir að líkur séu á vatnavöxtum í Múlakvísl vegna aukins hlutfalls jarðhitavatns í ánni. Gasmengun við ána getur fylgt jarðhitavatni.

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa fylgst vel með Múlakvísl síðastliðnar vikur, meðal annars í tengslum við skjálftavirkni í Mýrdalsjökli sem var töluverð fyrir rúmlega viku síðan.

Hægt hefur á skjálftavirkni í Mýrdalsjökli, en stærsti skjálftinn í þeirri hrinu mældist 4,4 að stærð og varð hann þann 30. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert