Búið að kæra netverslun með áfengi

Lögreglu hefur borist kæra vegna netverslunar með áfengi.
Lögreglu hefur borist kæra vegna netverslunar með áfengi.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist þrjár kærur vegna meintra brota á áfengislögum m.a. vegna netverslunar með sölu áfengis. Þetta staðfestir Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri og starfandi lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is 

Lögreglan tjáir sig ekki um það hver það er sem er hefur fengið kæru og hver það er sem kærandinn er. „Á meðan við erum með málið til skoðunar þá munum við ekki tjá okkur frekar um málið,“ segir Margrét Kristín. 

Kanna hvort hægt sé að færa háttsemi undir lög

Í umræðu um innlendar netvarslanir hefur verið bent á að lagalegt tómarúm ríkir um slíka starfsemi. Einstaklingum er heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum en á sama tíma er engin reglugerð um innlenda netverslun og því óljóst hvort hún sé heimil. Sem dæmi má nefna að Sante og Costco eru starfræktar undir erlendri kennitölu en netverslanir ÁTVR og Bjórlands t.a.m eru starfræktar á innlendri kennitölu.  

Spurð um framkvæmd lögreglunnar í tengslum við netverslanir með áfengi sem hafa starfað undanfarin ár þá segir Margrét hlutverk lögreglu að kanna hvort háttsemi þeirra falli með einhverjum hætti undir áfengislög. 

„Eðli málsins samkvæmt eru þessi mál þannig að við könnum hvort hægt sé að færa tiltekna háttsemi undir lögin. Á meðan ekki er búið að ljúka því að kanna það þá er ekkert hægt að tjá sig frekar um mál af þessu tagi,“ segir Margrét. 

Ráðherra sagði að hann liti svo á að innlend netverslun …
Ráðherra sagði að hann liti svo á að innlend netverslun sé lögleg starfsemi. mbl.is/Hákon Pálsson

Skoða málin óháð orðum ráðherra 

Nú hefur Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra sagt að hann líti svo á að innlend netverslun með áfengi sé lögleg. Hefur það engin áhrif á rannsókn lögreglu í svona málum ?

„Við skoðum málin með hliðsjón af reglum og horfum hlutlægt séð á málin. Við förum ekki eftir tíðarandanum hverju sinni, heldur skoðum málin með hlutlægum hætti eins og í öllum okkar störfum,“

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert