Aflétta lokun en óvissustig enn í gildi

Eftir samráð almannavarna og vísindamanna hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi ákveðið að aflétta lokun á veginum inn að Kötlujökli.

Í fréttatilkynningu Veðurstofu Íslands segir að  virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Rúmlegar 40 skjálftar hafa mælst á svæðinu síðasta sólahringinn og þar af þrír yfir 4 af stærð.

Uppfærða frétt má finna á vef Veðurstofu Íslands.

Óvissustig er enn í gildi og því full ástæða til að sína varúð á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka