Til stóð að skipta út lögninni sem brást

Lekinn var um 500l/s og stóð í 75 mínútur áður …
Lekinn var um 500l/s og stóð í 75 mínútur áður en náðist að loka fyrir og runnu því út um 2.250 tonn af vatni. Kristinn Magnússon

Sautján mínútum eftir að lekinn við Háskóla Íslands uppgötvaðist var búið að hringja í menn á bakvakt hjá Veitum sem komu á svæðið um 47 mínútum síðar. Enn er reynt að finna út hvað orsakaði lekann. Unnið hafði verið að því að skipta út lögninni sem brást. Eftir stóðu um 100 metrar og var það innan þess svæðis lekinn kom upp. 

Tímalínan 

  • 00:53 - Mælar sýndu minnkandi þrýsting.
  • 00.58 - Kerfið gefur frá sér viðvörun.
  • 01:10 - Hringt í menn á bakvakt.
  • 01.40 - Bakvaktarmenn koma á staðinn.
  • 02.08 - Búið að koma fyrir lekann. 

„Málið atvikaðist þannig að sérfræðingur byrjaði á því að skoða kerfið og gögnin til þess að reyna að átta sig á því hvar þetta var. Hann var snöggur að finna grófa staðsetningu. Þá var hringt í bakvaktarmenn sem voru heima sofandi. Þeim var stefnt að líklegu lekasvæði og þeir þurftu að loka fyrir tvo eða þrjá loka sem staðsettir eru við Sæmundargötu," segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.

Að sögn Ólafar hafa starfsmenn Veitna fundað í allan til þess að reyna að finna út orsakir lekans. 

Mikið tjón varð í Háskóla Íslands.
Mikið tjón varð í Háskóla Íslands. Kristinn Magnússon

60 ára gömul lögn 

Að sögn hennar var umrædd lögn sem brást við Suðurgötu 60 ára gömul. Almennt er ending sambærilegra lagna sögð 70-100 ár. Til stóð að endurnýja lögnina og hafði þegar verið skipt um stóran hluta hennar. Eftir stóðu um 100 metrar  og var það í svokölluðu lokahúsi sem er staðsett innan þess svæðis sem eftir átti að skipta um lagnir sem lekinn kom upp. Spurð hvort að talið sé að lekinn tengist framkvæmdunum á Suðurgötu segir hún ekkert vitað um það á þessari stundu. „Við getum engu svarað um það á þessari stundu. Vinna er í gangi til að komast til botns í því sem gerðist," segir Ólöf. Niðurstaða þeirrar vinnu verður svo send til tryggingafélags.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. Ljósmynd/Aðsend

Mesta tjónið 

Er þetta mesti leki sem komið hefur upp hjá Veitum?

„Það kemur upp leki í svona stóru hitaveitukerfi reglulega. Við erum með lagnakerfi sem er kaldavatnskerfið er 1500 km langt og þetta er óumflýjanlegt. Mér fróðara fólk segist vita til dæmis þar sem meira vatn flæddi. Í þessu tilfelli með Háskólann þá lítur hins vegar út fyrir að tjónið sé það mesta," segir Ólöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert