Áfram mælast stórir eftirskjálftar

Stærsti skjálftinn var 5,6 að stærð.
Stærsti skjálftinn var 5,6 að stærð. Kort/mbl.is

Síðan stóri jarðskjálftinn reið yfir kl. 13.43 í dag hafa mælst tveir skjálftar stærri en 4 og um 10 skjálftar af stærð 3 til 4 á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli.

Nú síðast kl. 17.23 varð skjálfti, 3,3 að stærð, norðarlega í Núpshlíðarhálsi, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.  

Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Í heildina hafa ríflega 400 skjálftar mælst á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert