Jörð skelfur enn norður af Siglufirði

Skjálftar á svæðinu síðustu tvo sólarhringa eru fleiri en 1.000 …
Skjálftar á svæðinu síðustu tvo sólarhringa eru fleiri en 1.000 talsins. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftahrina heldur áfram fyrir norðan land, nánar til tekið norðaustur af Siglufirði. Sjö skjálftar yfir 3 að stærð hafa orðið síðan klukkan 17 síðdegis í dag.

Tveir skjálftar af stærð 4 og 4,2 urðu snemma í morgun og í hádeginu, en síðan hafa nokkrir skjálftar yfir 3 orðið.

Skjálftar á svæðinu síðustu tvo sólarhringa eru fleiri en 1.000 talsins, en skjálftahrinan hefur staðið yfir frá því á föstudag og eru þeir orðnir fleiri en 5.000 í heildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert