Ný frummatsskýrsla um endurbætur á kísilverksmiðju

Kísilverksmiðja Stakksberg í Helguvík sem áður var í rekstri undir …
Kísilverksmiðja Stakksberg í Helguvík sem áður var í rekstri undir nafni United Silicon. mbl.is/RAX

Skipulagsstofnun hefur birt frummatsskýrslu um endurbætur á kísilverksmiðju Stakksberg í Helguvík, en áður var þar rekstur undir nafni United silicon.

Á morgun hefst svo kynning á skýrslunni og mun hún liggja frammi frá 8. maí til 26. júní á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir.  Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. júní 2020 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Hægt er að kynna sér skýrsluna á vef Skipulagsstofnunar og hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka