Nærri hundrað á fundi vegna Geymslna

Eldur í húsnæði Icewear í Garðabæ. Stórtjón varð einnig í …
Eldur í húsnæði Icewear í Garðabæ. Stórtjón varð einnig í þeim hluta hússins þar sem Geymslur þjónustuðu viðskiptavini sína. mbl.is/Eggert

Leigutakar sem urðu fyrir tjóni í stórbrunanum í húsnæði Geymslna að Miðhrauni í apríl funduðu í Ásvallalaug í Hafnarfirði í gærkvöldi. Hópurinn hyggst leita réttar síns gagnvart Geymslum og undirbýr hópmálsókn. 

Ágúst Valson, talsmaður hópsins, segir að vel hafi verið mætt og fólk hafi gengið ánægt út að fundi loknum. 

„Þetta var gagnlegur fundur, það mættu allt upp í hundrað manns. Það er verið að taka saman punktana af fundinum og síðan verður gefin út tilkynning í kjölfarið,“ segir hann.

Guðni Á. Haraldsson er lögmaður hópsins, en hann sat fyrir svörum á fundinum í gær. „Það komu margir með spurningar á fundinn og sögðu sínar sögur. Lögmaðurinn tók niður gagnlega punkta fyrir málið,“ segir Ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert