Þjónustufulltrúar þakka stuðninginn

Séð að Hörpu.
Séð að Hörpu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þjónustufulltrúar sem sögðu upp störfum í Hörpu í gær þakka kærlega fyrir þann stuðning sem þeir hafa fengið vegna kjarabaráttu sinnar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var í kvöld.

Þjónustufulltrúarnir þakka almenningi en sérstakar þakkir fá tækni-og sviðsmenn Hörpu en þeir sendu þjónustufulltrúunum stuðningsyfirlýsingu fyrr í dag. 

„Við viljum gjarnan nota tækifærið til að hvetja þá í sinni baráttu sem er löngu tímabær. Við getum tekið undir hvert orð sem þar kom fram og vonumst til að yfirmenn þeirra taki á þeim málum með faglegum og sanngjörnum hætti,“ kemur fram í yfirlýsingunni.

Þjónustufulltrúarnir þakka einnig Ellen Kristjánsdóttur tónlistarkonu fyrir stuðninginn. „Síðast en ekki síst viljum við þakka VR fyrir stuðningsyfirlýsinguna og að bregðast við með afgerandi hætti. Sá stuðningur var ómetanlegur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert